Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dýrafjörður

Dýrafjörður

Dýrafjörður er stærstur fjarða í V-Ísafjarðarsýslu, um 37 km langur og 7 km breiður í miðju og 9 km yzt á   milli Hafnarness að Fjallaskaga. Hann skerst inni milli Hafnarness og Skaga. Úr fjarðarmynninu loka fellin Mýrafell að norðan og Sandafell að sunnan sýn til innfjarðarins. Yzt eru hlíðar sæbrattar og gróðurlitlar en innar er undirlendi nokkurt, einkum að norðan, og nokkrir grónir dalir. Stutt dalhvilft er upp af botni upp undir Glámuhálendið.

Fjöll eru mörg há (500 – 700 m og nokkur hærri) og hrikaleg, einkum við Haukadal. Gláma er í 950 m hæð fyrir botni fjarðarins. Hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur (998m), rís milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Dýrafjörður er í senn fríður og svipmikill.

Gísla saga Súrssonar gerist að verulegu leyti í Dýrafirði. Fjörðurinn er kenndur við Dýra, sem nam þar land að sögn Landnámu.

Kenningar eru uppi um nafnið Dyrafjörður, sem gæti verið dregið af dyrunum, sem opnast milli Sandafells og Mýrarfells, þegar siglt er inn fjörðinn. Það er eitt sérkennilegasta og helzta auðkenni í landslaginu. Landnámsmenn í Dýrafirði voru fjórir, Eiríkur í Keldudal, Vésteinn Végeirsson í Haukadal, Dýri á Hálsum og Þórður Víkingsson í Alviðru.

Myndasafn

Í grennd

Gemlufallsheiði
Gemlufallsheiði  Þetta svæði er eitt af atburðarásum svokallaðrar Gíslasögu. Í Bjarnardalnum eru rústir Arnkelsbrekku, einnig hluti af atburðum Gís…
Núpur
Núpur við norðanverðan Dýrafjörð er fornt höfðingjasetur um aldir og skólasetur í áratugi. Þar sat m.a.  Eggert Hannesson (1550-1583), hirðstjóri og …
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )