Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lokinhamradalur

Lokinhamradalur, vestast í norðanverðum Arnarfirði, er hömrum girtur nema til vesturs og meðal   afskekktustu byggðra bóla landsins. Þangað og þaðan ferðast fólk fótgangandi eða í jeppum eftir tæpri slóð. Þarna nýtur sumarfagurt, vestfirzkt landslag sín til fullnustu í svotil undirlendislausu en velgrónu umhverfi.

Draugarnir Lokinhamra-Skotta, Stutta-Gunna, Arnarnúps-Móri og Gunnhildur á Sveinseyri voru þarna á sveimi og hinn síðastnefndi líklega enn þá. Náttskessan Kerling varð að steini í Grísavík í dagrenningu. Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, fæddist þar um aldamótin 1900.

Nú eru tveir bæir, Hrafnabjörg og Aðalból, í dalsmynninu. Lokinhamrar eru í eyði. Fólkið í dalnum byggði afkomu sína á sjónum og veiddi aðallega þorsk og hákarl frá Grísavík, þar sem enn sést til rústa verbúða.

Myndasafn

Í grend

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. ...
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Bot ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )