Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma.
Höfum náð metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og stefnum á að gera enn betur og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð, okkur öllum til heilla.
Við erum leiðandi í landgræðslu og við allar framkvæmdir þá höldum við til haga gróðurþekjunni og nýtum hana til að endurheimta gróðurlendi. Við höfum þróað og nýtt óhefðbundnar aðferðir í landgræðslu, til að mynda þá notum við mosa blandaðan við súrmjólk til að endurheimta mosaþembur.
Við erum frumkvöðlar í að þróa lausnir til að minnka losun jarðhitalofttegunda og höfum þróað svokallaða Carbfix aðferð til að hreinsa og dæla niður koltvísýringi og brennisteinsvetni í jarðhitageyminn uppleystu í jarðhitavatni. Í jarðhitageyminum bindast lofttegundirnar við bergið og mynda silfurberg og glópagull. Þetta er aðferð sem nýst getur til að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti og hefur vakið heimsathygli og er mikilvægt skref í að minnka kolefnisspor okkar.
Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem okkur þykir mjög vænt um. Þær eru jarðhitavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði.
Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa ferðalagið.
Sem er í boði í samvinnu við Orku Nátturanna
Nánar má lesa um Orku Nátturanna á vef þeirra www.on.is
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: