Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Orka náttúrunnar

Mývatn - jarðböðin

Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma.

Höfum náð metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og stefnum á að gera enn betur og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð, okkur öllum til heilla.
Við erum leiðandi í landgræðslu og við allar framkvæmdir þá höldum við til haga gróðurþekjunni og nýtum hana til að endurheimta gróðurlendi. Við höfum þróað og nýtt óhefðbundnar aðferðir í landgræðslu, til að mynda þá notum við mosa blandaðan við súrmjólk til að endurheimta mosaþembur.
Við erum frumkvöðlar í að þróa lausnir til að minnka losun jarðhitalofttegunda og höfum þróað svokallaða Carbfix aðferð til að hreinsa og dæla niður koltvísýringi og brennisteinsvetni í jarðhitageyminn uppleystu í jarðhitavatni. Í jarðhitageyminum bindast lofttegundirnar við bergið og mynda silfurberg og glópagull. Þetta er aðferð sem nýst getur til að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti og hefur vakið heimsathygli og er mikilvægt skref í að minnka kolefnisspor okkar.

Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem okkur þykir mjög vænt um. Þær eru jarðhitavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði.

Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa ferðalagið.
Sem er í boði í samvinnu við Orku Nátturanna

Ferðavísir Ferðast og Fræðast

Skoða allt um Ísland.

Nánar má lesa um Orku Nátturanna á vef þeirra www.on.is

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Háhitasvæði – ummyndun
GULT Oft hreinn brennisteinn (sbr. Krýsuvíkursvæðið). RAUTT og BRÚNT: Járn og brennisteinn (Fe og S), sem gengur í samband við súrefni úr andrúmslo…
Landsnet Ferðast og fræðast
Landsnet Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Fyrirtæ…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Nátturan og Orkan
Lítið dæmi um náttúru og Orku: Íslendingar búa á mörkum hinnar landfræðilegu Norður-Ameríku og Evrópu sé hryggur Mið-Atlantshafsins notaður til við…
Orkubú Vestfjarða, ferðast og fræðast
Orkubú Vestfjarða HF var stofnað á grundvelli laga frá 2001. Orkubú Vestfjarða HF tók til starfa 1. júlí   2001. Orkubú Vestfjarða var fyrsta rafveita…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Rafmagnsveitur ríkisins RARIK ferðast og fræðast
Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og   farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, R…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )