Andakílsá er vatnsmikil bergvatnsá, sem byrjar í Skorradalsvatni. Áin hefur verið virkjuð og er laxveiðisvæðið frá virkjun og að brú. Veitt er á tvær stangir og er algeng sumarveiði 150 til 250 laxar auk nokkurs af sjóbleikju. Áin er hæg og róleg og þykir henta fluguveiðimönnum sérstaklega.
Gott veiðihús er miðsvæðis á laxveiðisvæðinu.
Silungsveiðisvæði árinnar er neðri hluti hennar, sem er 7 km langur, allt frá brúnni yfir þjóðveg nr. 53. Veiðin er aðallega urriði, bleikja og nokkrir laxar á ári.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 75 km og um 15 km frá Borgarnesi.