Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið umlykur Hveragerði, þannig að Varmá skilur á milli á kafla, svo að Garðyrkjuskólinn og sundlagin í Laugaskarði tilheyra Ölfusi. Næst Ölfusárbrú var skiki lagður til Selfoss 1930 og Hveragerðishreppur undir Vorsabæjarhamri var stofnaður 1946. Sýslumörk ráða á fjöllum, þannig að Hveradalir og Kolviðarhóll eru innan marka Ölfuss. Kirkjustaðir sveitarfélagsins eru Hjalli, Kotströnd og Þorlákshöfn. Mikið er af góðum reiðleiðum um sveitarfélagið og ferðaþjónusta með veitingastöðum bæði við ströndina og í sveitinni, hestaleigu og veiði í vötnum.
Vegasamgöngur um Ölfus eru góðar og einhverjar mestu og beztu samgöngubætur síðari ára voru opnun vegarins um Þrengsli (14,8 km) og bygging brúar yfir ósa Ölfusár, sem var lokið 1988 (360m). Það kemur á óvart, hve margt forvitnilegt og áhugavert er að finna innan marka Ölfus.