Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Neskaupsstaður

Neskaupstaður

Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngur við Neskaupsstað fyrst og fremst á sjó en árið 1949 var lagður vegur yfir Oddskarð til Eskifjarðar og komst Norðfjörður þar með í vegasamband við nágrannabyggðirnar, þótt flesta vetur væri ófært sakir snjóa. Jarðgangagerð undir Oddskarð lauk 1977 og bættu göngin samgöngur á landi verulega og er nú oftast fært til Norðfjarðar allt árið. Fjölbreytileg afþreying er fyrir ferðamenn bæði á sjó og landi.

Nefna má ýmsa áhugaverða staði t.d. fólkvanginn Haga, hinn fyrsta á landinu, sem var friðlýstur, Páskahelli þar í grennd og fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir. Austasti tangi landsins, fjallið Gerpir, er í grenndinni og talið er að elzta berg landsins finnist í þar. Góð gisti- og veitingaaðstaða er á Neskaupsstað.

Þann 20. desember 1974 féllu 2 snjóflóð í Neskaupstað. Snjó hafði kyngt niður dögunum áður en flóðin féllu. Alls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði 20. desember. Tvö flóð féllu á mannabyggðir og létust 12 manns í þeim. 13 var bjargað eða náðu að bjarga sér af eigin rammleik.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 730 km.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). A austurlandi Norðfjörður og Fásrúðsfjörð. Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi nat.is

Ferjur:
Mjóifjörður – Neskaupstaður
Á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum yfir vetrartímann.

Myndasafn

Í grennd

Barðsneshorn
Barðsneshorn, stundum kallað Horn, er ysta táin á Barðsnesi, sem er útvörður Norðfjarðarflóa að   austan. Hornið er mjög sæbratt og fjallið þar inn af…
Fannardalur
Fannardalur er eyðibýli inni af botni Norðfjarðar. Þar var lengi geymdur ævagamall trékross (til 1895),     sem var álitinn helgur. Tvær tröllkonur, …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Oddskarð
Oddskarð (705m) er milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það er meðal hæstu fjallvega landsins. Norðfjarðarmegin skarðsins er Oddsdalur, þar sem vaxa sjal…
Viðfjörður
Viðfjörður er syðstur fjarða, sem ganga suður úr Norðfjarðarflóa. Þar er eyðibýli frá 1955 og vinsæll  viðkomustaður ferðamanna, sem skjótast með bátu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )