Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngur við Neskaupsstað fyrst og fremst á sjó en árið 1949 var lagður vegur yfir Oddskarð til Eskifjarðar og komst Norðfjörður þar með í vegasamband við nágrannabyggðirnar, þótt flesta vetur væri ófært sakir snjóa. Jarðgangagerð undir Oddskarð lauk 1977 og bættu göngin samgöngur á landi verulega og er nú oftast fært til Norðfjarðar allt árið. Fjölbreytileg afþreying er fyrir ferðamenn bæði á sjó og landi.
Nefna má ýmsa áhugaverða staði t.d. fólkvanginn Haga, hinn fyrsta á landinu, sem var friðlýstur, Páskahelli þar í grennd og fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir. Austasti tangi landsins, fjallið Gerpir, er í grenndinni og talið er að elzta berg landsins finnist í þar. Góð gisti- og veitingaaðstaða er á Neskaupsstað.
Þann 20. desember 1974 féllu 2 snjóflóð í Neskaupstað. Snjó hafði kyngt niður dögunum áður en flóðin féllu. Alls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði 20. desember. Tvö flóð féllu á mannabyggðir og létust 12 manns í þeim. 13 var bjargað eða náðu að bjarga sér af eigin rammleik.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 730 km.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). A austurlandi Norðfjörður og Fásrúðsfjörð. Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi nat.is
Ferjur:
Mjóifjörður – Neskaupstaður
Á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum yfir vetrartímann.