Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjóifjörður

Mjóifjörður

Mjóifjörður er 18 km. langur og 2 km. breiður og er akvegur þaðan yfir Mjóafjarðarheiði, Slenjudal og  til Fljótsdalshéraðs. Vinalegt þorp, Brekkuþorp, er í Mjóafirði og er þar gisiti – og veitingaaðstaða.

Mjóifjörður skartar mikilli náttúrufegurð og er nú fjölsóttur af ferðamönnum. Asknes við Mjóafjörð var um tíma stærsta hvalveiðistöð heimsins. Vegur liggur út á Dalatanga en þar er bújörð og veðurathugunarstöð, sem byrjað var að starfrækja árið 1938. Viti hefur verið á Dalatanga frá 1895.

Laxarækt hófst í firðinum í lok tíunda áratugar 20. aldar (UA). Í upphafi árs 2006 lýsti fyrirtækið því yfir, að það yrði að hætta starfsemi vegna gengisþróunar hérlendis og flytja starfsemi sína til Færeryja.

Árið 1703 voru 90 í sóknarmannatali, 1762-90, 1801-1805 (á 14 býlum), 1880-117, 1901-383, 1950-161, 2000-30.

Árið 1904 urðu íbúar flestir, 412, þar af í Brekkuþorpi 156. Árið 2005 voru íbúar 42, þar af 35 í þorpinu.

Atvinnulíf – umsvif. Frá upphafi og öldum saman var lífsbjargar aflað til lands og sjávar, nálega sérhvert byggt ból í örskots fjarlægð frá fjöruborði. Landshættir eru ekki hagstæðir, ströndin sæbrött og lítið undirlendi, langt á fiskimið frá innri hluta byggðar, brimsamt hið ytra. Um miðja 19, öld ókst útflutningur á saltfiski, línuveiðar hófust og útgerð árabáta margfaldaðist. Útgræðsla og sléttun túna, oft við verstu aðstæður, var sótt af kappi, lengi vel með handverkfærum. Fleira hefur verið á döfinni.

Síldveiðar Norðmann 1880-1902, uppgrip fyrstu fjögur árin, síðan stopulla. Allt að 20 nótalög komu við sögu á Mjóafirði, flest gerðu sér aðstöðu í landi til dvalar og söltunar. Veiddu í landnætur, fluttu á eigin seglskipum. Flestir starfsmenn norskir, sumir dvöldu allt árið, aðrir sumar og haust.

Vilhjálmur Hjálmarsson var Menntamálaráðherra 1974–1978 fæddist á Brekku í Mjóafirði 20. september 1914, dáinn 14. júlí 2014.
Vilhjálmur ritaði endurminningar: Raupað úr ráðuneyti (1981) og sjálfsævisögu: Hann er sagður bóndi (1991). Skrifaði ævisögu Eysteins Jónssonar í þrem bindum (1983–1985) og Mjófirðingasögur í þrem bindum (1987–1990).

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Mjóafjarðarkirkja
Kirkja var í Firði frá ómunatíð, sumar heimildir nefna 1062, hennar var getið í kirknatali um 1200. Bænhús var á Steinsnesi fyrr á öldum. Árið 1892 v…
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )