Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður> Egilsstaðir 27 km.

Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur eina stærstu fiskimjölverksmiðju landsins á staðnum. Margir Norðmenn fluttu til Seyðisfjarðar á síðari hluta 19. aldar og eru þar mörg falleg timburhús, sem byggð voru um aldamótin 1900. Húsin, sem eru af norsk/svissneskri ætt, bera eitthvert bezt varðveitta svipmót aldamótanna í kaupstað hérlendis og laða til sín fjölda ferðamanna ár hvert.

Elzta landssímastöðin er á Seyðisfirði en fyrsti sæstrengur síma var lagður þangað frá útlöndum árið 1906.

Seyðisfjörður var mikilvæg herstöð bandamanna í heimsyrjöldinni síðari og á botni fjarðarins liggur olíuskipið El Grillo sem Þjóðverjar sökktu og olli olíumengun síðla á 20. öldinni. Margir áhugaverðir staðir eru við Seyðisfjörð og má þar nefna Fjarðarsel, sem er fyrsta riðstraumsvirkjun á landinu, byggð 1913, og Dvergastein.

Góð gisti- og veitingaaðstaða er í Seyðisfirði og fjölmargt í boði fyrir ferðamenn. Staðarfjallið heitir Bjólfur (1083) eftir landnámsmanninum. Snjóflóð úr Bjólfi hafa löngum valdið skaða.

Sunnan fjarðar eru Hánefsstaðir. Á Hánefsstaðaeyri var var byggð á fyrri hluta 20. aldar. Þar var rekinn verzlun frá 1792 á vegum Dines Jespersens og síðar fleiri. Stjórnvöld töldu reksturinn ólöglegan og hann var lagður af 1805. Verzlun hófst ekki á ný fyrr en um miðja 19. öld á Vestdalseyri. Þar eru enn þá rústir húsa.

Myndasafn

Í grend

Brimnes
Brimnes er eyðibýli við norðanverðan Seyðisfjörð. Annað tveggja fyrstu íshúsa landsins voru reist þar 1894 í tengslum við útgerð í 30 ...
Dvergasteinn
Dvergasteinn er bær við norðanverðan Seyðisfjörð. Þar var áður kirkjustaður og prestssetur. Kirkjan var  að Vestdalseyri fyrir aldamóti ...
Fjarðarselsvirkjun
Thorvald Krabbe landsverkfræðingur athugaði árið 1906 á hvern hátt unnt væri að virkja Fjarðará og fá   raflýsingu fyrir Seyðisfjörð ...
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum ...
Seyðisfjarðarkirkja
Seyðisfjarðarkirkja er í Seyðisfjarðar-prestakalli í Múlaprófastsdæmi. Kirkja Seyðisfjarðarsóknar stóð í  á Vestdalseyri eftir að h ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )