Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður> Egilsstaðir 27 km.

Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur eina stærstu fiskimjölverksmiðju landsins á staðnum. Margir Norðmenn fluttu til Seyðisfjarðar á síðari hluta 19. aldar og eru þar mörg falleg timburhús, sem byggð voru um aldamótin 1900. Húsin, sem eru af norsk/svissneskri ætt, bera eitthvert bezt varðveitta svipmót aldamótanna í kaupstað hérlendis og laða til sín fjölda ferðamanna ár hvert.

Elzta landssímastöðin er á Seyðisfirði en fyrsti sæstrengur síma var lagður þangað frá útlöndum árið 1906.

Seyðisfjörður var mikilvæg herstöð bandamanna í heimsyrjöldinni síðari og á botni fjarðarins liggur olíuskipið El Grillo sem Þjóðverjar sökktu og olli olíumengun síðla á 20. öldinni. Margir áhugaverðir staðir eru við Seyðisfjörð og má þar nefna Fjarðarsel, sem er fyrsta riðstraumsvirkjun á landinu, byggð 1913, og Dvergastein.

Góð gisti- og veitingaaðstaða er í Seyðisfirði og fjölmargt í boði fyrir ferðamenn. Staðarfjallið heitir Bjólfur (1083) eftir landnámsmanninum. Snjóflóð úr Bjólfi hafa löngum valdið skaða.

Sunnan fjarðar eru Hánefsstaðir. Á Hánefsstaðaeyri var var byggð á fyrri hluta 20. aldar. Þar var rekinn verzlun frá 1792 á vegum Dines Jespersens og síðar fleiri. Stjórnvöld töldu reksturinn ólöglegan og hann var lagður af 1805. Verzlun hófst ekki á ný fyrr en um miðja 19. öld á Vestdalseyri. Þar eru enn þá rústir húsa.

Myndasafn

Í grennd

Brimnes
Brimnes er eyðibýli við norðanverðan Seyðisfjörð. Annað tveggja fyrstu íshúsa landsins voru reist þar   1894 í tengslum við útgerð í 30-40 opinna báta…
Dvergasteinn
Dvergasteinn er bær við norðanverðan Seyðisfjörð. Þar var áður kirkjustaður og prestssetur. Kirkjan var  að Vestdalseyri fyrir aldamótin 1900 og síða…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Fjarðarselsvirkjun
Thorvald Krabbe landsverkfræðingur athugaði árið 1906 á hvern hátt unnt væri að virkja Fjarðará og fá   raflýsingu fyrir Seyðisfjörð. Umræður um rafma…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Mjóifjörður
Mjóifjörður er 18 km. langur og 2 km. breiður og er akvegur þaðan yfir Mjóafjarðarheiði, Slenjudal og  til Fljótsdalshéraðs. Vinalegt þorp, Brekkuþor…
Seyðisfjarðarkirkja
Seyðisfjarðarkirkja er í Seyðisfjarðar-prestakalli í Múlaprófastsdæmi. Kirkja Seyðisfjarðarsóknar stóð í   á Vestdalseyri eftir að hún var flutt frá D…
Tjaldstæðið Seyðisfjörður
Elzta landssímastöðin er á Seyðisfirði en fyrsti sæstrengur síma var lagður þangað frá útlöndum árið 1906. Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )