Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brimnes

Brimnes er eyðibýli við norðanverðan Seyðisfjörð. Annað tveggja fyrstu íshúsa landsins voru reist þar   1894 í tengslum við útgerð í 30-40 opinna báta frá síðari hluta 19. aldar til 1920. Byggðin lagðist af skömmu eftir vélvæðingu bátanna og bærinn stóð einn eftir þar til hann fór í eyði 1961 eftir bruna. Fyrsti vitinn á staðnum var reistur 1908.

Árið 1732 drap snjóflóð 9 manns, en níu dægrum síðar fannst fjögurra ára stúlka á lífi. Fjósið barst út á sjó. Bóndinn var meðal þeirra, sem björguðust úr snjóflóðinu. Hann fórst síðan vofeiflega í bátsferð til Loðmundarfjarðar átta árum síðar. Þá fór Jón bóndi með Jens Wium, sýslumann, Jóni, lögsagnara frá Kálfafelli auk fimm annarra frá Brimnesi. Daginn eftir fannst báturinn rekinn og voru fjögur lík í honum. Stungusár eftir bitjárn fundust á einu líkinu. Talið var að komið hefði til átaka.
Dvergasteinn: Mynd Árný.

Myndasafn

Í grennd

Dalatangaviti
Vitinn var hlaðinn úr grjóti, sem lagt var í sandsteypu, og múrhúðuð að utanverðu. Utanmál eru 4,1 x 4,9   metrar, útveggir misþykkir, frá 40 upp í 80…
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )