Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjóafjarðarkirkja

Kirkja var í Firði frá ómunatíð, sumar heimildir nefna 1062, hennar var getið í kirknatali um 1200. Bænhús var á Steinsnesi fyrr á öldum.

Árið 1892 var í góðri sátt lögð niður kirkja í Firði og ný byggð á Brekku sama ár. Litlu síðar var ný kirkja   byggð í Nesþorpi í Norðfirði, sama teikning og sami yfirsmiður, Ólafur Ásgeirsson frá Loðmundarfirði, seinna á Norðfirði.

Kirkjan stendur neðarlega á Borgareyrartúni í Brekkuþorpi og ber yfir önnur hús. Kirkjugarðurinn liggur að kirkjunni á tvo vegu. Þar er steinsteypt grafhýsi ofan jarðar. Í Firði er kirkjugarður og heimagrafreitur á Hesteyri. Eldri garður friðlýstur er og í Firði.

Mjóafjarðarkirkja er timburhús með bárujárnsþaki, klæðning á útveggjum járnvarin 1909. Inni er söngloft og loft kirkjunnar bogamynduð hvelfing. Grunnur er hlaðin úr völdu grjóti, ótilhöggnu, einnig garður umhverfis kirkjugarðinn –í fyrstu.

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar 36 ár, stýrði þeim verkþætti og hafði, ásamt sóknarprestinum, umsjón með kirkjubyggingunni.

Í kirkjunni eru sæti fyrir rösklega 100 manns. Merkir gripir m.a. forn koparklukka, sú minni af tveimur,  fornir kertastjakar á altari, fimm arma kertastjaki úr silfri og altaristafla frá 1872. Fagurt málverk eftir H.W.Holm í Kaupmannahöfn 1871.

Viðhald kirkjunnar allgott og sérlega vandað 1992. Kirkjan er einkum notuð á stórhátíðum og við kirkjulegar athafnir, skírnir og hjónavígslur – einnig þá af brottfluttum Mjófirðingum. Kirkjan hefur notið stuðnings tveggja styrktarsjóða.

Kirkjunni í Firði var löngum þjónað frá nálægum sóknum. Mjóafjarðarprestkall var lagt niður 1796 og sóknin lögð undir Dvergastein. Árið 1880 varð Mjóifjörður aftur sérstakt prestakall. Stóð sú skipan til 1952 að sóknin var sameinuð Norðfjarðarprestakalli. Á þessu tímabili sátu fimm prestar í Mjóafirði, lengst þjónaði séra Þorsteinn Halldórsson, 1882-1914, og séra Haraldur Þórarinsson 1924-1945.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Mjóifjörður
Mjóifjörður er 18 km. langur og 2 km. breiður og er akvegur þaðan yfir Mjóafjarðarheiði, Slenjudal og  til Fljótsdalshéraðs. Vinalegt þorp, Brekkuþor…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )