Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Oddskarð

Oddskarð (705m) er milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það er meðal hæstu fjallvega landsins. Norðfjarðarmegin skarðsins er Oddsdalur, þar sem vaxa sjaldgæfar plöntur (lotsveifgras og jöklaklukka), og Seldalur og að sunnanverðu er Sellátradalur. Vestan skarðsins er Svartafjall og Magnúsardindur austan þess.

Oddskarð er snjóþungt og var erfitt yfirferðar, þannig að ákveðið var að gera göng undir það á árunum 1974-77. Þau eru í 632 m hæð yfir sjó og 626 m löng. Íbúar þessa svæðis fara upp í Oddskarð á veturna til að stunda skíðaíþróttina.

Myndasafn

Í grennd

Eskifjörður
Eskifjörður varð löggiltur verzlunarstaður árið 1786 og hefur verið það samfleytt frá 1798, þegar danska fyrirtækið Örum & Wulff hófu verzlun hérl…
Neskaupsstaður
Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )