Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fannardalur

Fannardalur er eyðibýli inni af botni Norðfjarðar. Þar var lengi geymdur ævagamall trékross (til 1895),     sem var álitinn helgur.

Tvær tröllkonur, sem bjuggu beggja vegna dalsins ræddu einu sinni um að spyrna saman fjöllunum. Þá leit önnur til sjávar og sá kross rekinn í Krossfjöru og sagði: „Fauskur er rekinn í fjarðarkjaft og ekki munum við systur spyrnast í iljar í kvöld.” Krossinn var geymdur í Fannardal til verndar dalnum. Fólk færði honum gjarfir og áheit, því talið var, að gestir, sem ekkert gæfu til hans, hrepptu óveður á leið sinni. Nú er krossinn varðveittur á Neskaupstað og talinn vera frá 14. aldar bænhúsi í Fannardal (árbók hins íslenzka fornleifafélags 1974).

Droplaugarsynir, Helgi og Grímur, nutu dagverðar í Fannardal áður en þeir fóru til bardaga við Helga Ásbjarnarson, sem veitt þeim fyrirsát í Eyvindardal.

Fönn er jökull í u.þ.b. 1000 m.y.s. uppi af Fannardal. Hann er aðalupptök Norðfjarðarár og var áður gönguleið milli Norðfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Leiðin var og er stutt, en er ill og ógreiðfær og því sjaldan farin.

Myndasafn

Í grennd

Neskaupsstaður
Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngu…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )