Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá, Brúnastaðaá, Reykjaá og fleiri lækir. Frárennslið er um Hraunaós í gegnum mjótt eiði til sjávar. Mikið er af fiski í vatninu, sjóbleikja og sjóbirtingur.
Lax gengur um það á leið sinni upp í Fljótaá að Skeiðfossvirkjun. Einnig er vatnableikja og urriði í vatninu.
Sjávarfiskar veiðast þar líka, s.s.síld, þorskur, koli o.fl. Fjöldi stanga í vatninu er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 39o km, 36 km frá Hofsósi og 24 km frá Siglufirði
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: