Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá, Brúnastaðaá, Reykjaá og fleiri lækir. Frárennslið er um Hraunaós í gegnum mjótt eiði til sjávar. Mikið er af fiski í vatninu, sjóbleikja og sjóbirtingur.
Lax gengur um það á leið sinni upp í Fljótaá að Skeiðfossvirkjun. Einnig er vatnableikja og urriði í vatninu.
Sjávarfiskar veiðast þar líka, s.s.síld, þorskur, koli o.fl. Fjöldi stanga í vatninu er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 39o km, 36 km frá Hofsósi og 24 km frá Siglufirði