Marteinsflæða (Hitulaug) er norðan Gæsavatna og um hana liggur jeppaslóð alla leið niður í Bárðardal austan Skjálfandafljóts.
Þetta svæði skiptist í Syðri- og Ytri-Hitulaug, sem eru á afrétti Bárðdælinga. Meira vatn, 30-40°C heitt, kemur upp um sprungu í syðri laugina, rétt sunnan Marteinsflæðu. Baldur Sigurðsson á Akureyri setti dínamíttúpu í sprunguna og útkoman varð ágætisbaðlaug. Ytri laugin er við vesturjaðar Laufrandarhrauns, sem er talið aðalvarpstaður snjóuglunnar hérlendis.