Að Laugarvatni er skólasetur og hefur myndast byggðakjarni í kringum það og þjónustu við ferðamenn. Þar eru tvö hótel og vel skipulagt tjaldsvæði með þjónustumiðstöð. Þar, sem víða í uppsveitum Árnessýslu, er jarðhiti mikill og því góð baðastaða í og við Laugarvatn s.s. sundlaug, gufubað o.fl. Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent og fallegar ár og lækir renna þar um.
Veiði í ám og vötnum er mikil í grenndinni. Stutt er til Gullfoss og Geysis og til hins forna biskupsseturs Skálholts. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Laugarvatns árið um kring enda staðurinn ekki síðri heim að sækja að vetri en sumri.
Vegalendin frá Reykjavík er um 90 km.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!