Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarás

Minniborg 19 km<Laugarás> Skalholt 2 km – Reykholt 11 kmFlúðir 27 km

Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta  við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási er læknasetur uppsveitanna. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í nágrenni Laugarás og má t.d. nefna hið forna biskupssetur Skálholt, einn af merkustu sögustöðum landsins. Þar sátu biskupar frá 1056 til 1803 og þar er skóli, sem nú er nýttur til námskeiðahalds.

Stutt er í eina af þekktustu laxveiðiá landsins, „Iðu”, ármót Stóru og Litlu Laxár annars vegar og Hvítár hins vegar, en einnig býðst veiði í Brúará en hún ber nafn af horfnum, náttúrulegum steinboga yfir ána, sem létti fólki leiðina yfir hana. Bryti nokkur í Skálholti braut hann niður að undirlagi einnar húsfreyjunnar að Skálholti til að minnka gestanauð á staðnum.

Myndasafn

Í grennd

Fólkið frá Iðu
Ámundi Jóhannsson var elstur 5, systkina. Grein frá 1994 Ámundi Jóhannsson fæddist á Iðu í Biskupstungum 3. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, …
Hvítárbrú hjá Iðu
Hvítárbrú hjá Iðu, eða Iðubrúin, eins og hún er kölluð alla jafna, skipti. í ýmsu tilliti, sköpum fyrir  Laugarás og reyndar flesta íbúa uppsveitanna…
Launrétt, Laugarás
Í Launrétt endar Launréttarholtið í allháum bergvegg sem blasir móti stakstæðum klettum eða steinum og saman myndar þetta hina margnefndu rétt. En til…
Skálholt
Minniborg 19 km<Skálholt> Laugarás 2 km – Reykholt 11 km, Flúðir 27 km Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess a…
Skálholt kirkja
Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess að vera mennta- og meinnigarsetur.   biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, setti…
Slakki
Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Þar er boðið uppá Veitingar og minigolf of fl. Opnunartími: Apríl og Maí…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Vörðufell
Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )