Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var að reisa þessa minningarkapellu árið 1966 á 175. ártíð séra Jóns. Hún var reist litlu austan við hinn forna kirkjugrunn, sem margir álíta hinn elzta hérlendis hafi papar átt þátt í honum.
Kapellan tekur 50 manns í sæti. Arkitektar hennar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir og Valdimar Auðunsson , bóndi í Ásgarði í Landbroti, var kirkjusmiður. Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað að Klaustri 1186 og það starfaði allt að siðaskiptum. Rústir klausturbygginganna sjást enn þá, þar sem heitir Kirkjuhólar. Kirkja var á Klaustri til 1859, þegar hún var flutt að Prestbakka. Séra Jón Steingrímsson liggur grafinn í kirkjugarðinum og legsteinn á gröf hans, fimmstrendur blágrýtisstuðull. Hann var sóknarprestur, þegar Skaftáreldar gengu yfir. Eldrit hans er bezta heimild um þessar náttúruhamfarir.
Baðstofuhellir er kunnur fyrir vetrarpartsdvöl Jóns Steingrímssonar þar árið 1755. Bóndinn úthlutaði honum vist í hellinum, sem var þá líklega tengdur bænum um göng hægra megin dyra. Jón stækkaði hellinn og bjó þar með bróður sínum í bezta yfirlæti. Á meðan á dvölinni stóð var Jón að læra þýzku, sem kveikti í honum áhuga á eldgosum og sögu þeirra. Þegar bræðurnir voru að koma sér fyrir í hellinum, hófst mikið Kötlugos. Jón Sigurðsson, sýslumaður, skrifaði skýrslu um gosið,
Margir samtímamanna hans töldu, að hann hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár vestan Systrastapa með kröftugri prédikun í kirkjunni á Klaustri 20. júlí 1783. Hún hefur síðan verið kölluð Eldmessan. Hraunelfan fann sér framrás vestar.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!