Ármót Stóru og Litlu Laxár annars vegar og Hvítár hins vegar. Stórveiðistaður og einn þekktasti stórlaxastaður landsins. Oft á Hvítá við Iðu veiðast stærstu laxa sumarsins.
Þarna hafa veiðst upp í 700 laxar á góðu sumri á þrjár stangir og eru bestu dagarnir ótrúlegir. Liggja þá tugir laxa á bakkanum og jafnvel nokkrir sjóbirtingar með. Stærsti laxinn sem veiðs hefur á stöng á Iðu vóg 38,5 pund og er aðeins vitað um einn stærri lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi. Gott veiðihús er við ána. Landeigendur selja sjálfir veiðileyfin.
Heimildir Segja að erlendir stangveiðimen hafa veitt 80 laxa á einum degi á 2. söngum !!!