Holuhraun eldgos
Holuhraun kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls og í hrauninu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yfirferðar sunnantil en sandorpið og slétt norðantil.
Vestan hraunsins eru svokallaðar Flæður og vestan þeirra er Urðarháls. Um Flæðurnar rennur talsvert vatn í leysingum og síðdegis á sólríkum og heitum dögum. Það hverfur oftast í sandinn, þegar norðar kemur. Þarnar hafa margir fest jeppa og rútur vegna reynsluleysis. Jökulvatnið, sem rennur um Flæðurnar ber með sér fínan jökulsalla, sem rýkur upp við minnsta vind, þegar þær eru þurrar og þá er betra að vera með áttavita við höndina eða að hafa GPS punktana í lagi. Í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn á þessari síðustu, ósnortnu fjallaleið landsins.
Austan Holuhrauns teygist jaðar Dyngjujökuls að Kverkfjöllum, þar sem aðalkvíslar Jökulsár á Fjöllum koma undan jöklinum. Árið 1880 fóru svokallaðir landaleitarmenn um þessar slóðir og kölluðu hraunið Kvíslarhraun en Þorvaldur Thoroddsen skírði það Holuhraun fjórum árum síðar.
29 Águst 2014. Lítið magn af hrauni kom úr gosinu og hraunrennsli virðist hafa stöðvast um kl. fjögur í nótt. Gosið kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls.
31 Águst 2014. Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04:00 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virtist vera u.þ.b. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp.
Hraunstraumurinn var u.þ.b 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek.
Aðgerðin er enn á Hættustigi. Ekki er talin ástæða til þess að flytja aðgerðina yfir á Neyðarstig almannavarna að svo stöddu.
1 september-desember 2014. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni. Nýjar gossprungur hafa myndaðist í Holuhrauni. Hraunrennslið hefur nú náð Jökulsá á Fjöllum.28 febrúar 2015. Gosið í Holuhrauni er lokið!!