Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

GÖNGULEIÐIN HÓLASKJÓL – ÞÓRSMÖRK

Þessi fagra gönguleið hálendiskyrrðar liggur í skjóli jökla og hárra fjalla með gróðurflesjum.
Grænar línur sýna gönguleiðir
Fyrstu áfanginn, 6-7 km, liggur á milli Hólaskjóls og Álftavatna. Gengið er upp með Syðri-Ófæru hjá svonefndum Silfurfossi eða Litla-Gullfossi. Þaðan liggur leiðin um gljúfur að gangnamannaskálanum við Álftavötn, sem Útivist lét endurbyggja. Þaðan er hægt að njóta hins fagra umhverfis í kvöldgöngu.

Annar áfanginn, 20 km, liggur first meðfram Syðri-Ófæru hjá stórri steinbrú við Þorsteinsgil og þar blasir dalverpið Álftavatnskrókur við. Þaðan er haldið að mynni Ófærudals, þar sem fossar steypast niður í Krókinn. Eldgjá liggur þvert á gönguleiðina við dalsendann og þar er sveigt til vesturs meðfram hömrum girtum Svartahnjúksfjöllum norðanverðum í Hólmsárbotna og að Strútslaug. Laugaháls og Torfajökull gnæfa þar yfir í norðvesturátt, Svartahnjúksfjöll í austri og Strútur í suðri. Eftir bað í Strútslaug er haldið áfram yfir Skófluklif eða um Krókagil og síðan skamman spöl að Strútsskála.

Þriðji áfanginn, 18 km, liggur vestur yfir Veðurháls. Mýrdalsjökull er á vinstri hönd og leiðin liggur um Mælifellssand hjá Hrútagili og Skiptingaöldu. Þá kemur Slysaalda og Kaldaklofskvísl, sem verður að vaða í lænum. Áfram er haldið gamla götu milli Einstigsfjalls og Sléttafells að Hvanngilshnausum og að skálanum í Hvanngili.

Þarna skiptast leiðir. Annaðhvort er hægt að ganga til Þórsmerkur, suðurhluta hins svonefnda Laugavegar, eða norður til Landmannalauga um norðurhluta þessarar leiðar.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

 

Myndasafn

Í grennd

Álftavatnskrókur
Álftavatnskrókur er daverpi með nokkrum tjörnum milli Svartahnúksfjalla og Eldgjár í vestri og Bláfjalls í austri. Leiðin um hann liggur á milli Hó…
Álftavötn, Útivist
Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæ…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hólaskjól
Hólaskjól í Lambaskarðshólum er afdrep fyrir ferðalanga á Fjallabaksleiðum nyrðri og syðri (Landmannaleið og Miðvegi) í mjög fögru umhverfi rétt sunna…
Mælifellssandur
Mörk Mælifellssands eru Kaldaklofskvísl í vestri, Torfajökulssvæðið í norðri, Mýrdalsjökull í suðri og Hólmsá í austri. Njálssaga segir að Flosi og b…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )