Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flókalundur Bránslækur

flokalundur-brjanslaekur

Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði sé meðal hinna allrafegurstu á landinu og landið allt víði vaxið. Það er friðað að hluta síðan 1975. Vatnsfjörður er þekktur úr sögunni vegna landgöngu Hrafna-Flóka, sem gaf landinu nafnið, sem festist við það. Þjónusta við ferðamenn er í örum vexti og stendur margt í boða og m.a. veiði í Vatndalsvatni og Vatndalsá og kajakaferðir á firðinum. Í utanverðum Vatnsfirði að vestan er hið forna höfuðból og kirkjustaður Brjánslækur, viðkomustaður ferjunnar Baldurs. Skammt ofan við Brjánslæk er Surtarbrandsgil, friðlýst náttúruvætti. Þar eru steingerðar plöntuleifar frá hlýskeiðum ísaldar. Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson veittu staðnum athygli og lýstu honum um miðbik 18. aldar.

Hellulaug er undir klettum niðri í fjöru neðan eyðibýlisins Hellu, rétt við Flókalund. Hún er grjóthlaðin og steypt, um 4 x 3m og 50-70 sm djúp. Vatnið rennur úr borholu uppi á klettinum á svipuðum stað og gamla Hellulaugin var. Vatnið í lauginni er 38°C og sýrustigið (pH) 9,96. Gestir eru beðnir um að ganga vel um laugina.

Krossholt er þéttbýliskjarni við Hagavaðal skammt vestan Brjánslækjar í landi Kross. Sundlaug var byggð árið 1948 á Krossholtum. Félagsheimilið Birkimelur var vígt 1962. Þarna er grunnskóli með átta bekkjum og útibú frá kaupfélagi Barðstrendinga. Hitaveita er á Krossholti.

Vegalengdin milli Reykjavíkur og Flókalundar er um 340 km en um 155 km styttri, ef siglt er með Baldri milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

 

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Flatey í Breiðafirði
Flatey er stærst Vestureyja. Alls heyra undir hana tæplega 40 eyjar og hólmar. Í Flatey var verslunarstaður frá miðöldum og löggiltur verslunarstaður …
Hrafnseyrarkirkja
Hrafnseyrarkirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Á Hrafnseyri var kirkja, helguð   Maríu guðsmóður og Pétri postula, í katólskum …
Hrafnseyri
Bær og kirkjustaður og fyrrum prestsetur í Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Bærinn stendur allhátt í hvammi, svo að útsýni er þaðan lítil, n…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Tjaldstæðið Flókalundur
Vatnsfjörður er þekktur úr sögunni vegna landgöngu Hrafna-Flóka, sem gaf landinu nafnið, sem festist við það.  Skammt ofan við Brjánslæk er Surtarbran…
Vatnsdalsvatn
Vatnsdalsvatn er í samnefndum dal inn af Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er í 8 m hæð yfir sjó og 2,4 km².  Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði er…
Vatnsfjörður
Fjörður, um 9 km langur, vestan Hjarðarness. Vatnsfjörður er breiður í mynni og þrengist innar. Í miðju  fjarðarmynninu er Engey, allhá, varp- og engj…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )