Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þess gaf Ellefsen Hannesi Hafstein ráðherra íbúðarhús sitt að Sólbakka. Húsið, sem er hið reisulegasta, lét Hannes flytja til Reykjavíkur og er það nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Snjóflóð féll á Flateyri í október 1995 tuttugu fórust og mikið eigantjón varð. Mikil endurbygging hefur síðan átt sér stað og flóðagarðar voru reistir.
Sjávarútvegur og fiskvinnsla hafa verið megin uppistaða atvinnulífs á Flateyri, en þjónusta við ferðamenn er í örum vexti og stendur margt til boða. Mörgum dögum má eyða við að skoða náttúruna við Flateyri og þar í nágrenninu eru elztu jarðlög landsins.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 480 km .
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyri, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og sér um uppýsingavefnum nat.is