Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fiskidagurinn mikli Dalvík

Dalvík

Fiskidagurinn mikli

Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn á ný í ágúst, eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldursins. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir undirbúninginn kominn vel á veg enda hafi þau í raun byrjað að skipuleggja hátíðina í haust.

Fiskidagurinn er haldinn í tuttugusta skipti 2023.

Fyrsti mikli Fiskidagurinn var haldinn árið 2000 og hefði því tuttugu ára afmæli hátíðarinnar átt að vera 2020, en þá var hátíðin blásin af vegna COVID-19. Það varð einnig raunin árin tvö á eftir, því er afmælið haldið hátíðlegt þetta sumarið.

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum.

 

Myndasafn

Í grennd

Árskógssandur
Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgön…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Dalvíkurkirkja (Upsakirkja)
Dalvíkurkirkja er í Dalvíkurprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Prestur hefur setið á Dalvík síðan   1955   og kirkjan var vígð 1960. Áður áttu …
Fiskidagurinn mikli Dalvík
Fiskidagurinn mikli Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn á ný í ágúst, eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldursins. Júlíus Júlíusson, framkv…
Friðland í Svarfaðardal
Svarfaðardalsá er nokkuð vatnsmikil en lygn, sérstaklega, þegar nær dregur ósum. Hún flæðir reglulega   yfir bakka sína og skilur eftir frjósaman jarð…
Hrísey
Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland. Syðst á henni er lítið þorp, sem byggir afkomu sína af fiskveiðum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Norðar er e…
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )