Fiskidagurinn mikli
Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn á ný í ágúst, eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldursins. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir undirbúninginn kominn vel á veg enda hafi þau í raun byrjað að skipuleggja hátíðina í haust.
Fiskidagurinn er haldinn í tuttugusta skipti 2023.
Fyrsti mikli Fiskidagurinn var haldinn árið 2000 og hefði því tuttugu ára afmæli hátíðarinnar átt að vera 2020, en þá var hátíðin blásin af vegna COVID-19. Það varð einnig raunin árin tvö á eftir, því er afmælið haldið hátíðlegt þetta sumarið.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum.