Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglseggja og sjávarfangs en einnig ræktun t.d. akuryrkja. Viðey er þar stærst og þekktust en hinar eyjarnar fjórar Engey, Akurey og Þerney eru ekki síður áhugaverðar og er t.d. á öllum eyjunum mikið fuglavarp. Ekki eru skipulagðar bátsferðir út í eyjurnar en öllum er þó frjálst að heimsækja þær. Allmikið æðarvarp er í Engey og þurfa vegfarendur að taka tillit til þess. Auk þess eru allar eyjarnar á Náttúruminjaskrá. Í Þerney eru bithagar sem nýttir eru sem sumarorlofsstaðir fyrir búfénað úr Húsdýragarðinum, einkum sauðfé og geitur.
Heimild: Reykjavik,is
Eyjarnar í Kollafirði Lundey, Akurey, Engey og Þerney eru á Náttúruminjaskrá.