Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akurey

Fuglar Íslands

AKUREY

Ekki er kunnugt um byggð í þessari ystu eyju Kollafjarðar og ekki er kunnugt um eignarrétt fyrr en árið 1379, þegar Víkurkirkja átti þar akurland. Skúli Magnússon áttí í málaferlum við eigendur Ness fyrir hönd Víkurkirkju um eignarréttinn árið 1782 og fór halloka. Þarna er æðar- og lundavarp og aðalgrásleppumið Seltirninga auk talsverðar kofnatekju.

Fyrsta sjómerkið, sem var sett upp í nágrenni Reykjavíkur, var sett þar upp árið 1854. Snemma á 20. öld var þar kanínurækt á vegum Haraldar Sigurðssonar, fyrsta forstjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Reykjavík keypti eyjuna árið 1969 og eftir árið 1978 taldist hún innan lögsögu borgarinnar.
Akurey er á Náttúruminjaskrá.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )