Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, brött og sérstök í útliti, s.s. Stóra-Súla (908m), Hattfell (909m), Stórkonufell og Stóra- og Litla-Mófell. Leitarmannaskáli er í Hattfellsgili, vestan við Hattfell. Gönguskáli Ferðafélags Íslands er norðan við Syðri-Emstruá í Fremri-Botnum. Það var reist 1978. „Laugavegurinn”, milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggur þar um. Það var ekið um á góðum fjallabílum milli Þórsmerkur og Hvanngils, en Syðri-Emstruáin var erfiður farartálmi, öxul- og drifskaftsbjótur mikill. Um leið og skálinn var byggður við hana 1978, var komið fyrir göngubrú yfir hana. Hana tók af í flóði 1988 og önnur, rammgerðari, var byggð sama ár.
Hinar árnar, sem einnig voru farartálmar, eru Nyrði-Emstruá (brúuð 1975) og Bláfjallakvísl. Fé, sem beitt var á afréttinn fyrrum, var ferjað yfir Markarfljót á drætti en það var brúað 1978 nokkru neðan kláfsins í svokölluðum Króki og þar með opnaðist ný ökuleið um Emstrur.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: