Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgos númer 3 við Fagradalsfjall

eldgos reykjanesi 2023
Mynd tekin við upphaf eldsumbrota10. júlí 2023 / Veðurstofa Íslands

Þriðja eldgosið við Fagradalsfjall

6. júli 2023 Undanfari. Alls hafa 4.700 skjálft­ar mælst frá upp­hafi hrin­unn­ar sem hófst 4. júlí. Þar af hafa 1.300 skjálft­ar orðið frá miðnætti í dag 6. júli.

10.júlí 2023 Eldgos hófst á Reykjanesskaga síðdegis mánudaginn 10. júlí. Eld­gosið sem hófst við Litla-Hrút fyrr í dag er um tíu sinn­um stærra en fyrsta gosið sem varð í Geld­inga­döl­um árið 2021. Þá er það um þris­var til fjór­um sinn­um stærra en gosið sem braust út í Mera­döl­um í ág­úst á síðasta ári.11juli2023-eldgos

Uppfærð kort af gossprungunum frá því um klukkan sjö í kvöld (10.07.2023). Sú nyrðri var á þeim tíma 843 m en sú syðri 223 m. Aðstæður við eldstöðvarnar breytast hratt og hraunið breiðist ört út. Á þessum tíma var það t.d. komið að suður enda Litla Hrúts að austanverðu.

11.júlí 2023 Aðeins hefur dregið úr virkni í sprungunum og virðist sem einn gígur sé nú virkur um miðja sprungu. Þó er að vænta að fleiri sprungur myndist næstu daga.

21.ágúst 2023 Kaflaskil hafa orðið í gosinu í Meradölum en síðustu daga hefur gosóróinn minnkað jafnt og þétt og í nótt datt hann alveg niður. Samhliða því hefur virknin í gígnum minnkað og er nú nánast engin. Þennan dag má segja gosið sé að ljúka.

Hér má lesa eldri viðvaranir vegna gosa 2021 og 2022.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út mikilvæg skilaboð fyrir þá sem ætla að fara að gosstöðvunum.

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgosins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
  • Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
  • Veðurstofan hefur sett upp veðurstöð við gosstöðvarnar sem sýnir athuganir á klukkustunda fresti.

Hér er hægt að lesa um eldgos á Reykjanesi á þessari öld.

Eldgos er hófst 19.mars 2021 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 3.ágúst 2022 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 10.júlí 2023 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 18.desember 2023 við Sundhnúk.
Eldgos er hófst 14.janúar 2024 við Hagafell.
Eldgos er hófst 8.ferúar 2024 við Sundhnúk.

Myndasafn

Í grennd

Brúin milli Heimsálfanna
Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi og annars staðar í rekbeltinu. Plötuskilin afmarkast a…
Eldgos í Geldingadölum
Eldgos við Fagradalsfjall Að kveldi 19.mars 2021 um kl 20:45 hófst síðan eldgos rétt austan við Fagradalsfjall í Geldingardölum. Gosið var talið líti…
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall Það er byrjað að gjósa í Meradölum. Þann 19.mars 2021 eftir langvarandi jarðskjálftahrinur á Reykjanesi hófst el…
Eldgos við Hagafell Reykjanesi 2024
Fimmta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Hagafell. 14. janúar 2024. Eldgos hófst 7:57 að morgni. Suðsuðaustan við Hagafell hafði mynd…
Eldgos við Sundhnúk Reykjanesi
Fjórða eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Sundhnúk. Eftir mikla hrinu jarðskjálfta frá lokum október hófst eldgos með miklum látum milli …
Eldstöðvakerfi Vestmannaeyja
Eldstöðvakerfi Vestmannaeyja er u.þ.b. 38 km langt og 30 km breitt. Þar eru tugir eldstöðva og leifar margra. Á þriðja tug þeirra má telja til nútíma …
Fagradalsfjall
Fagradalsfjall er vestast af lágu fjöllum Reykjanesskagans, 385 metra hátt fjall sem mótaðist á síðasta hluta ísaldar sem stóð í um 100.000 ár, líkleg…
Jarðfræði Suðvesturland
Jarðfræði Suðvesturlands Reykjanesbeltið er kallað rekbelti (Rift Zone; þóleiít-berg). Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall 19. mars 2021: …
Keilir
Móbergsfjall (379 m.y.s) á Reykjanesskaga. Keilir myndaðist við gos undir jökli á ísöld. Hann er þekktur vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )