Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brúin milli Heimsálfanna

Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi og annars staðar í rekbeltinu. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum, sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafs-hryggurinn) „gangi“ á land á Reykjanesi. Hann markar skil þessara tveggja fleka. Austurhluti landsins er á Evrasíuflekanum og vesturhlutinn á Norður-Ameríkuflekanum. Skilin milli þeirra birtast ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Táknræn brú var byggð milli flekanna upp af Sandvík á Reykjanesi. Þar gefst kostur á að upplifa að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð).

Fyrsta skráða fund Ameríku er að finna í Grænlendingasögu, þegar Leifur heppni Eiríksson fór þangað frá Grænlandi árið 1000. Fyrsti hvíti maðurinn, sem fæddist þar, var Þorfinnur karlsefni Snorrason, sem síðar bjó við Skagafjörð. Þeir nefndu landið vínland, en það var líklega Nýfundna-land og nafnið fremur tákn um frjósemi landsins en að þar hafi vaxið vínviður. Mest er haldið á lofti uppgötvun Kristófers Kólumbusar frá Genúa (1451-1506). Hann var að leita að sjóleiðarinnar til Indlands frá 1492-1504 og fór fjórum sinnum vestur um haf til þess.
Sagt er að Kristófer Kólumbus hafi setið einn vetur á Ingjaldshóli á norðanverðu Snæfellsnesi!!

Myndasafn

Í grennd

Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Gunnuhver
Hverasvæði á Reykjanesi Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er   hverinn þar en hann mun dra…
Sandvík
Stóra- og Litla-Sandvík eða Sandvíkur eru sunnan Hafnabergs á Reykjanesi. Þar er vinsæll áningarstaður   ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sum…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )