Sjötta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var milli Sundhnúks og Stór-Skógfells.
Klukkan 5:30 að morgni 8.febrúar 2024 hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell og um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu slóðum.
Sprungan var um 3 til 4 km löng og opnaðist á mjög svipuðum slóðum og fimmta eldgosið 18. desember 2023. Hraunflæði virtist aðeins minna en í byrjun gossins 18. desember.
Gosstrókarnir náðu um 50-80 m hæð og gosmökkurinn steig upp í um 3 km hæð. Við fyrstu skoðun, töldu sérfræðingar að um frekar saklaust gos væri að ræða og hraunrennsli myndi ekki valda miklum skaða. En innan fárra kluykkutíma breyttist hraunflæðið og það stefni á Grindavíkurveg. Þannig að verstu sviðsmyndir sérfræðinga rættust og hraunið flæddi yfir veginn og þar með ýmsar lagnir frá HS veitum eins og heita og kalda vatnið. Þar með hófst kalt tímabil á öllu Reykjanesi, er varði í nokkra daga. Rafmagn fór einnig af í Grindavík.
Á öðrum degi 9.febrúar fór að draga úr hraunflæði og um miðjan dag dró úr öllum gosóróa og lauk eldgosinu stuttu þar eftir.
Hér er hægt að lesa um eldgos á Reykjanesi á þessari öld.
Eldgos er hófst 19.mars 2021 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 3.ágúst 2022 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 10.júlí 2023 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 18.desember 2023 við Sundhnúk.
Eldgos er hófst 14.janúar 2024 við Hagafell.
Eldgos er hófst 8.ferúar 2024 við Sundhnúk.