Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagafjarðarsýslu. Leiðin upp á Grímstunguheiði (722) um Vatnsdal verður að jeppaslóða og tengist Kjalvegi um Stórasandsleið inn á Auðkúluheiði. Leiðin upp á Auðkúluheiði um Blöndudal er öllum bílum fær eftir uppbyggðum vegi Landsvirkjunar (731, 732 og F37) fram hjá Blönduvirkjun.
Sé ekið áfram suður og sveigt til hægri skammt norðan Geirsöldi á Kili, er hægt að komast jeppaleið yfir Blöndu á vaði inn á Eyvindarstaðaheiði. Leiðin frá þjóðvegi nr. 1 upp á Eyvindarstaðaheiði liggur um Vesturdal (751, 752 og F72) að Ásbjarnarvötnum og Laugafelli.
Auðkúluheiði: Friðmundarvötn.
Grímstunguheiði: Þórarinsvatn, Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn.
HEIÐAVÖTN SUNNAN SKAGAFJARÐAR:
Ásbjarnarvötn
Reyðarvatn
Urðarvötn
Aðalmannsvatn
AUÐKÚLUHEIÐI
Friðmundarvötn GRÍMSTUNGUHEIÐI
Þórarinsvatn,
Svínavatn,
Galtarvatn