Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgöngum við Hrísey og nokkrir bátar eru gerðir út í sambandi við fiskvinnslu.
Hauganes er nokkru sunnar, norðan Selárvíkur. Byggð hófst þar á svipuðum tíma og á Litla-Árskógssandi og jókst upp úr 1930. Hafnaraðstaða er góð og íbúarnir stunda útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Þar er höfn Sævars, sem heldur uppi ferðum til og frá Hrísey.
Hauganes er hluti af Árskógsströnd og syðsti þéttbýliskjarni Dalvíkurbyggðar. Á Hauganesi búa um 140 manns og þar er hægt að njóta bæði sveitasælunnar og nálægð við aðra þéttbýliskjarna.
Vel útbúið tjaldstæði er staðsett í hjarta þorpsins og heitu sjópottarnir niðri við Sandvíkurfjöru njóta sívaxandi vinsælda meðal þeirra gesta sem heimsækja Hauganes.