Akureyrarvöllur var gerður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár og tekinn í notkun í desember 1955. Var hann fyrst malarvöllur, sem var síðan malbikaður 1967. Fyrir daga hans var flugvöllurinn á Melgerðismelum mikið notaður og einnig lentu sjóflugvélar á Pollinum. Áætlunarflugið milli Reykjavíkur og Akureyrar hófst árið 1937. Frá Akureyri er flogið til ýmissa staða á Norðurlandi. Akureyrarflugvöllur er millilandaflugvöllur.
Þarna er nú miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.
Hann er opinn frá klukkan 07:00 til 23:00 alla daga ársins, utan þess tíma er útkallsvakt á allri þjónustu. Opið er fyrir sjúkra- og neyðarflug en þó þarf að biðja um þjónustu fyrir hvert flug. Vegna beiðni um þjónustu fyrir annað flug má sjá upplýsingar í AIP handbók.
Flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli og umdæmisstjóri á Norðurlandi er Hjördís Þórhallsdóttir.
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: