Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langisjór

Langisjór

Langisjór er 20 km langt og mest 2 km breitt stöðuvatn suðvestan Vatnajökuls milli Tungnárfjalla og    Fögrufjalla. Flatarmál þess er 27 km², mesta dýpi er 75 m (9. dýpsta vatns landsins) og vatnsborðið er í 670 m.y.s.

Svo gott sem allt umhverfi vatnsins er gróðurlaus auðn og engar heimildir geta um vatnið fyrr en á seinni hluta 19.aldar. Margar eyjar eru í vatninu og landslag er stórbrotið. Afrennsli Langasjávar er um Útfall í Fögrufjöllum, rúma 3 km frá innri vatnsendanum. Þar fellur það það í fossi til Skaftár. Stórum fjórhjóladrifnum bílum er fært inn að og meðfram Langasjó norðanverðum um Tungnaárfjöll.

Fögrufjöll er u.þ.b. 20 km langur fjallgarður milli Skaftár og Langasjávar suðvestan Vatnajökuls. Hæst ber þau rúmlega 900 m.y.s. Fögrufjöll eru óvíða meira en 2 km á breidd, en mjög tindótt. Fjallgarðurinn er víða snarbrattur niður að Langasjó, en óvíða að Skaftá. Þarna eru mosateygingar og gróðurblettir á dreif. Nokkur lítil og djúp stöðuvötn eru milli hnjúkaraðanna.

Veiði í Langasjó : Þar er mikið að bleikju frá 1-5 pund og góð aðsaða fyrir veiðimenn í  fjallaskála.

Langasjávarsvæðið verður verndað og nú hluti Vatnajökuls þjóðgarðsins.

Myndasafn

Í grennd

Dýpstu stöðuvötnin
Dýpstu stöðuvötn Íslands mæld dýpt í metrum.  1. Öskjuvatn  220  2. Hvalvatn  160 3. Jökulsárlón  150-200+ 4. Þingvallavatn  114 5. Þórisvatn  11…
Eldgjá
Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga norður frá Mýrdalsjökli að Gjátindi og norðan hans má rekja hana að Uxatindum. Hún er einstakt náttúrufyrirbæri…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Jökulheimar
Jökulheimar eru í Tungnárbotnum nærri jaðri Tungnárjökuls. Þangað er ekið eftir Veiðivatnaleið að og austan Ljósufjalla þar til komið er að skálum Jö…
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )