Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Emstrur

Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, brött og sérstök í útliti, s.s. Stóra-Súla (908m), Hattfell (909m), Stórkonufell og Stóra- og Litla-Mófell. Leitarmannaskáli er í Hattfellsgili, vestan við Hattfell. Gönguskáli Ferðafélags Íslands er norðan við Syðri-Emstruá í Fremri-Botnum. Það var reist 1978. „Laugavegurinn”, milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggur þar um. Það var ekið um á góðum fjallabílum milli Þórsmerkur og Hvanngils, en Syðri-Emstruáin var erfiður farartálmi, öxul- og drifskaftsbjótur mikill. Um leið og skálinn var byggður við hana 1978, var komið fyrir göngubrú yfir hana. Hana tók af í flóði 1988 og önnur, rammgerðari, var byggð sama ár.

Hinar árnar, sem einnig voru farartálmar, eru Nyrði-Emstruá (brúuð 1975) og Bláfjallakvísl. Fé, sem beitt var á afréttinn fyrrum, var ferjað yfir Markarfljót á drætti en það var brúað 1978 nokkru neðan kláfsins í svokölluðum Króki og þar með opnaðist ný ökuleið um Emstrur.

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

Myndasafn

Í grennd

Álftavötn, Útivist
Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæ…
Almenningar
Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga. Þeir ná frá Þröngá í suðri að   Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri …
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gjábakki
Gjábakki er eyðibýli í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar. Leiðin  um Hrafnabjargarháls að Reyðarbarmi um Rey…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )