Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmörgum gönguleiðum, fuglaskoðun, veiði í vötnum, ám eða stundað sjóstangaveiði.
Íbúar Súðavíkur hafa undanfarin ár staðið í ströngu við enduruppyggingu bæjarins eftir snjóflóð, sem féll kl. 06:25 hinn 16. janúar 1995. Fjórtán fórust og tólf var bjargað..
Í Súðavík hefur risið ný byggð, sem býður þjónustu í nýjum og glæsilegum húsum skammt frá gamla bænum, sem verðugt er að skoða. Atvinnulífið er í blóma og tekjur með því hæsta sem gerist á landinu.
Á Súðavík er Melrakkasetur Íslands sem er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum !!
Súðavík er við Alftafjörð
Það eru Álftafirðir á Austurlandi og Vesturlandi
Vegalengdin frá Reykjavík er um 435 km.