Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Trékyllisvík

tekyllisvik

Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi. Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað þar á landnámsöld, stutt enda á milli og breitt um miðju (kyllir = pungur, skjóða). Einnig er kenning uppi um að nafnið sé dregið af miklum rekavið, sem berst á land.

Stóra-Ávík er vestan Reykjaneshyrnu. Þar er stór, silfurlitaður steinn úr graníti, sem barst líklega með hafís frá Grænlandi, þegar sjávarstaða var hærri en nú. Steinnin er kallaður Grásteinn eða Silfursteinn. Kistuvogur og Kistugjá, sem gengur inn frá voginum, eru þar í grennd. Þorleifur Kortsson, sýslumaður, lét Brenna þrjá galdramenn í gjánni í september 1654. Þessi menn voru gerðir ábyrgir fyrir hneykslanlegri hegðun kvenna við tíðir í Árneskirkju.

Reykjaneshyrna, sem er rís þverhnípt úr sjó að norðanverðu, er auðveld uppgöngu um aflíðandi suðurhlíðina og býður gott útsýni á góðum degi. Þórðarhellir er undir fjallinu.

Bærinn Finnbogastaðir er vestan Stóru-Ávíkur. Finnbogastaðaskóli er notaður til svefnpogagistingar á sumrin og þar er líka tjaldstæði. Hákarlaútgerð var rekin frá bænum fram á 20. öld. Í Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði eru feikistórir járnpottar og tréáma frá bænum. Finnbogi rammi er nafngjafi bæjarins og jafnvel nú á dögum ganga sögur um hann í héraðinu. Finnbogastaðafjall gnæfir þverhnípt yfir bænum.

Bær er suðvestan Finnbogastaða. Þar er friðlýstur kirkjugarður. Upphaflega munu þessir tveir bæir hafa verið ein jörð. Bær á ekki rekarétt, því að hann á ekki land að sjó. Þetta var bagalegt, því að reki og dúntekja voru mikilvægustu hlunnindi jarða á Ströndum. Árnesey er gott dæmi um nýtingu dúntekjunnar en eyjan er í hánorður frá Finnbogastöðum og skammt frá landi. Hún er einna kunnust vegna frásagna af undirbúningi Þórðar kakala fyrir Flóabardaga við Norðlendinga 1244. Þetta var eina sjóorrustan, sem háð hefur verið hérlendis. Þarna er líka handverkshúsið Kört, sem falbýður hanndunna muni, aðallega úr rekaviði. Þar er líka vísir að minjasafni. Nafnið er dregið af skeri í Trékyllisvík.

Tvær reið- eða göngugötur liggja upp úr Árnesdalnum í Reykjarfjörð, önnur um Naustavíkurskörð en hin um Göngumannaskörð, innar í Reykjarfirði.

Trékyllisheiði
er varðaður fjallvegur frá Bólstað í Selárdal norður í Kjós í Reykjarfirði. Jeppum var ekið yfir heiðina niður að Djúpuvík. Hún er 300-400 m.y.s. nokkuð slétt, en brött, grýtt og gróðursnauð niður í Kjós. Afleið lá með hlíðum Háafells í kaupstað í Kúvíkum. Fyrrum lá leiðin úr Selárdal um Heiðargötugil. Hin forna leið lá nokkuð norðar en nú, fyrir norðan Reykjafjarðardal, niður í Árnesdal í Trékyllisvík og þá var hún réttnefnd.

Austan í heiðinni er Hvannadalur. Þar átti skessa, sem gerði ferðamönnum skráveifur, heima. Skessu var kennt um hvarf 12 ferðamanna samtímis. Aðeins druslur af fötum þeirra fundust. Árið 1673 kól tvo menn á heiðinni eftir tveggja daga útilegu í vondu veðri.  Annar missti báða fætur. Eftir aðgerðina fór hann að „maðka” og dó.

Minnisvarði um þrjá meinta galdramenn sem brenndir voru á báli í Árneshreppi um miðja sautjándu öld er í Trekyllisvík

Myndasafn

Í grennd

Finnbogastaðir
Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík. Þeir eru kenndir við Finnboga ramma, sem sagður er hafa byggt sér  bæ  þar, þegar hann varð að flýja Norðurland ve…
Finnbogastaðir tjaldstæði
Coordinates: 65.9412383° N 21.5911947° W Camping in Finnbogastadir Finnbogastadir Arneshreppur 510 Holmavik Telephone: +354 451 4025/ +354 451 40…
Galdrar, galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum
Galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum Þórður Guðbrandsson 1654. Veikindi og óáran fóru að gera vart við sig í Trékyllisvík árið 1652, einkum meðal …
Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Ingólfsfjörður
Ingólfsfjörður á Ströndum er u.þ.b. 8 km langur og 1½ km á breidd á milli Munaðarness og Seljaness. Úti fyrir eru sker og grynningar en fjörðurinn sjá…
Kört Trékyllisvík
Starfsemi minja- og handverkshússins Kört byggist á fjórum meginstoðum: Verndun minja, handverkssölu, upplýsingagjöf til ferðamanna og leiðsögn. Í …
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )