Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvinnulífið á útgerð og fiskvinnslu. Nýtt hafnarstæði var tekið í notkun 1998. Langanes er austan að Þistilfirði, allbreitt ofan til en mjókkar mjög fram og endar í mjóum bjartanga, Fonti.
Miklir rekar eru á Langanesi, æðavarp og bjargfuglatekja. Mjög strjálbýlt er þarna og nú að mestu í eyði. Á Þórshöfn er góð þjónusta við ferðamenn og góðar laxveiðiár og fjöldi veiðivatna eru í nágrenninu. Í aprílbyrjun 2006 ákváðu íbúarnir að sameinast Bakkafirði, þannig að nú teljast íbúar Bakkafjarðar til Norðlendinga.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 630 km
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!