Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingeyraklausturskirkja

thingryres

Þingeyraklausturskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.

Á Þingeyrum var elzta og sögufrægasta klaustur á Íslandi, talið stofnað 1133, en mun 8-10 árum eldra.  Þingeyrarkirkja Höfuðsetur bókvísi og sagnaritunar. Í nýjum sið sátu þar löngum umboðsmenn klausturjarðanna og sýslumannssetur var þar um sinn, jafnan stórbú. Þingeyrar eru nú í eyði. Ásgeir Einarsson alþm frá Kollafjarðarnesi reisti hina miklu steinhlöðnu kirkju, þar sem hæst ber á staðnum úti við gamla vallargarðinn 1864-77.

Síðasta kirkjuhúsið á hinum forna grunni við helgisetrið var kirkjan, sem Lárus Gottrup lögmaður lét reisa 1695, stafahús að öllu af tré og gaf konungur timbrið til. Ýmsir dýrmætir munir úr þeirri kirkju eru hér enn þá, s.s. mikill predikunarstóll, skreyttur tréskurðarmyndum helgra manna og himinn yfir og skírnarfontur með miklum umbúnaði og himni. Voru þeir og í torfkirkjunni, þegar Björn M. Ólsen byggði á Þingeyrum og a.m.l. úr viðum trékirkjunnar. Langsótt var um 8 km leið til grjótnámsins í kirkjubyggingu Ásgeirs, en að dregið á ísum yfir Hópið og uxum beitt fyrir sleðana. Vandaði Sverrir Runólfsson steinhleðsluna svo vel, að aldrei hefur haggazt, en veggirnir eru 85 sm þykkir og liðlega 3 m háir.

Breidd hússins er 6,6 m, lengd frá innri dyrum á miðjan bogann, sem dreginn er um kórinn, 12,3 m. á kirkjunni eru 10 stórir smárúðugluggar, löngum talið, að rúðurnar væru ámóta margar og gylltar stjörnurnar í dökkblárri, borðfelldri hvelfingunni, þ.e. um 1000. Að sunnanverðu eru á hvítskúruðu gólfi 10 sæti með sönglofti. Þar er Carnish-organ, keypt frá BNA 1923, í viðhafnarmiklum umbúnaði. Fyrir loftinu eru renndar súlur í handriði. Í milli eru nú af nýju fagurskornar myndir postulanna, en Meistarinn yfir. Frumverk voru seld, enda var á Þingeyrum bændakirkja og í einkaeign, og lentu þau til Helgu Vídalíns í Kaupmannahöfn, en Sveinn Ólafsson myndskeri hefur gert hinar fagurunnu eftirlíkingar, sem nú prýða kirkjuna, er óhikað má kalla eitt hið viðhafnarmesta og fegursta guðshús á landinu. Hér er og ein hinna fáu og dýrmætu altarisbríka, sem varðveitzt hafa í íslenzkri kirkju, talin gerð í Nottingham á Englandi á 15. öld.

Bríkin skemmdist, þegar hún var flutt til hafnar á Skagaströnd og skyldi seld úr landi, en snúið aftur við svo búið. Gerði Guðmundur bíldur Pálsson við hana, skar um ramma og tréskurðarmynd yfir af himnaför Krists. Auk hins mikla stóls frá 1695, er ber útskornar myndir helgra manna á spjöldum og snúnar súlur á hornum, og fontsins, sem er norðanvert gegnt stólnum, áttstrent skírnarfat af tini frá 1693, en umbúnaður haglega myndskorinn, skal hér aðeins getið um fáeina gamla dýrgripi, s.s. oblátuöskjur 1705, kaleik og patínu 1724 og mikla vínkönnu 1725, allt silfurmunir, 7 kertaliljur á koparskjöldum frá því laust fyrir 1700 og altarisklæðið, sem ber stafi Bjarna Halldórssonar sýslumanns, og loks klukkur, önnur frá 1752, gríðarstór, steypt upp í stéttín 1911, en hafði sprungið á nýársdag 1898, hin er eigi heldur smásteypt, 58 sm í þvermál, einnig steypt í Kaupmannahöfn og með ártali 1834.

Sérstök gestastofa stendur við Þingeyrarklausturskirkju. Þar er góð aðstaða fyrir gesti, sem geta keypt sér kaffi og látið fara vel um sig um leið og fræðzt er um staðinn. Kirkjan hefur verið opin frá 1. júní til 31. ágúst. Leiðsaga stendur gestum til boða að kostnaðarlausu.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Þingeyrar
Þingeyrar voru meðal beztu jarða landsins, mikil laxveiðijörð og þaðan var líka stunduð mikil selveiði. Þar mun Húnavatnsþing hafa verið haldið fyrrum…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )