Sléttuhlíðarvatn er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Það er 0,76 km², grunnt og í 14 m hæð yfir sjó. Aðrennsli er um nokkra læki og útfallið fer um Langalæk til Hrolleifsár. Í vatninu er uppalningur, bæði bleikja og urriði, fremur smár.
Á landnámsöld bjó um skeið í Hrolleifsdal Hrolleifur mikli og Ljót, móðir hans. Hún var göldrótt og ill viðskiptis. Hrolleifur var gerður útlægur úr Skagafirði. Hann fór að Ási í Vatnsdal, framdi yfirgang í veiðiskap og vó Ingimund gamla, sem segir í Vatnsdælasögu. Á 16. öld bjó í Felli séra Hálfdán Narfason. Hann var talinn einhver mesti galdramaður landsins um sína daga.
Handhafar Veiðikorts er leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 20 eða í samráði við landeiganda (veiðivörð)
Veiðitímabilið hefst 1. maí og lýkur því 20. september. Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Magnús Pétursson á Hrauni, s: 453-7422 eða 894-4402.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 360 km og 21 km frá Hofsósi.