Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla.
Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til ellefu ára aldurs. Jochum Eggertsson (1896-1978), bróðursonur hans hóf þar skógrækt með mörgum erlendum tegundum trjáa.
Jochum var rithöfundur og skáld. Hann skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi.Innskot:
Birgir Sumarliðason, sem heldur um uppýsingavefnum nat.is
Sigurmundur Sigurðsson (f 1877, d. 14.11.1962) og Anna K. Eggertsdóttir (f. 24.11. 1894, d. 20.08. 1932). Anna var bróðurdóttir Matthíasar Jochumssonar og var fyrsti formaður Kvenfélags Biskupstungna. Hún lést eftir að hún féll fyrir borð af skipi þegar þau hjón voru að flytja til Flateyjar þar sem Sigurmundi hafði verið veitt læknisembætti. Sigurmundur og Anna eignuðust 7 börn og meðal þeirra var Sigurður (f. 29.07.1915, d. 05.03.1999) bóndi og fræðimaður í Hvítárholti. Önnur börn þeirra voru: Ágúst (sonur Sigurmundar) (f. 28.08.1904, d. 28.06.1965) Gunnar (sonur Sigurmundar) (f. 23.11.1908, d. 18.06.1991), Ástríður (f. 27.11.1913, d. 01.11.2003), Kristjana (f. 29.11.1917, d. 17.05.1989). Eggert Benedikt (f. 27.01.1920, d. 05.03.2004), Þórarinn Jón (f. 19.05.1921, d. 15.05.2008) og Guðrún Jósefína (f. 22.03. 1929).
Kristjana (f. 29.11.1917, d. 17.05.1989) Giftist Ámunda frá Iðu Biskumstungum
Bærinn Skógar hét forðum Uppsalir og þar er minnismerki um séra Matthías.
Skjóna er lúin, löt og körg.
Lemstrum búin, skökk og örg.
Krafta rúin bestri björg.
Beinin fúin sundur mörg.Skógum er nú unnið í samstarfi og undir leiðsögn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.
Hjallaháls er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vestfjarðavegur liggur yfir hann. Víða á hálsinum finnast margs konar náttúrusteinar (jaspís, bergkristallar, geislasteinar o.þ.h.). Margir álíta Hjallaháls bezta útsýnisstað yfir Breiðafjörð, Gilsfjörð og nánasta umhverfi.