Borgarfjörður:
Ekið um Borgarfjörð Borg á Mýrum: Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og austan Borgarness.
Hvítárbakki: Á 11. öld bjó bóndi að nafni Sveinn að Hvítárbakka (Bæjarsveit). Grettir Ásmundason stal frá honum merinni Söðulkollu og sendi honum boð um, að hann hyggðist eiga næturstað að Gilsbakka.
Stafholt í Borgarfirði: Í Egilssögu er getið um liðveizlubeiðni Steinars Önundarsonar við Einar goðorðsmann gegn Þorsteini Egilssyni á Borg. Snorri Sturluson bjó í þrjú ár að Stafholti og gifti þaðan dóttur sína Þórdísi Þorvaldi Vatnsfirðingi.
Reykholt: í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar.
Kalmanstunga: Nafn bæjarins er komið frá landnámsmanninum Kalmani hinum suðureyska. Hann flutti byggð sína frá Katanesi eftir að synir hans drukknuðu í Hvalfirði.
Geitland: Samkvæmt Landnámu nam Úlfur Grímsson Geitland og miklar ættir er frá honum komnar, þ.á.m. Sturlungar.
Heggsstaðir: Í Egilssögu er getið landnámsmannsins Heggs á Heggsstöðum. Þegar Egill Skallagrímsson var sjö ára var hann að leik við Grím, 11 ára son Heggs, og varð undir í leiknum.
Þegar ferðin hefst er N1 Borgarnes
Reykholt 37 um Hvítársíðu<Borgarnes> Reykjavík 74 km