Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reynistaðarkirkja, Nunnuklaustur

reynisstadur

Reynistaðarkirkja er í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Reynistaður er bær, kirkjustaður og fyrrum klaustur vestan Héraðsvatna, 10 km sunnan Sauðárkróks.

Bæjardyrahús á ReynistaðNunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað að Reynistað 1295 og stóð það til 1552.
Engar kunnar heimildir greina frá fyrstu kirkju staðarins en líklega reis þar kirkja, þegar eftir lögleiðingu kristninnar. Í biskupasögu segir að Guðmundur prestur Arason hafi verið á Reynistað einn vetur og hafi hann þá haft átján vetur og tuttugu, sem þýðir að hann hafi þá verið 38 ára gamall, en hann varð biskup 41 árs, svo það hefur verið um 1200 sem hann var prestur á Reynistað. Reynistaður hefur þá sérstöðu að hafa verið jarlssetur, en Gissur jarl Þorvaldsson keypti jörðina vorið 1259 og fluttist þangað. Kirkju er næst getið á Reynistað þegar Gissur jarl dó 12. ja. 1268 og er sagt að hann sé grafinn í gólfi kirkjunnar, eins og algengt var um höfðingja þess tíma. Nokkru áður en Gissur dó hafði hann gefið Reynistað til klaustursstofnunar.

Klaustur var samt ekki stofnað þar fyrr en Jörundur Hólabiskup setti á fót nunnuklaustur árið 1295, en jörðin hafði verið í umsjón biskupsstólsins á Hólum frá því Gissur andaðist. Jörundur biskup setti þar Benediktsreglu og helgaði staðinn og kirkjuna Guði og heilagri Maríu mey. Fyrir stofnun klaustursins hafði kirkjan á Reynistað verið helguð Stefáni frumvotti. Biskup lagði klaustrinu til 23 jarðir í stofnfé. Það var með klaustrið eins og biskupssetrið að það efnaðist mikið á fólki sem fékk þar athvarf, en lagði í staðinn eignir með sér, eða ef fólk var ekki öruggt um sína sálarheill þá gaf það oft heilu jarðirnar til klaustursins í von um að sleppa vel úr hreinsunareldinum. Einnig lögðu þeir, sem áttu dætur í klaustrinu, oft ríkulega með þeim.

Núverandi kirkja var byggð milli 1868-70. Forkirkjan var reist 1950. Prédikunarstóllinn er yfir altari  kirkjunnar (aðeins 5 aðrar slíkar kirkjur á Íslandi). Hún er útkirkja frá Glaumbæ síðan 1960 og var áður þjónað frá Sauðárkróki. Reynisstaðarklaustursþing var sjálfstætt prestakall til 1880. Í máldaga fyrir Reynistað frá árinu 1408 eru taldar upp miklar eignir sem kirkjan á og þar á meðal þrjú altarisklæði, þrjú bríkarklæði og þrír lektaradúkar. Af þessu má ráða að klausturskirkjan á Reynistað hafi verið nokkuð stór og þar hafi verið þrjú ölturu. En um stærð á Reynistaðarkirkju verður ekkert með sanni sagt nema grafið verði þar í jörðu eins og gert hefur verið í Neðra-Ási. Í kirkjureikningum Reynistaðarkirkju frá 1525 eru talin upp sex líkneski í eigu kirkjunnar það eru: Maríulíkneski, Þorlákslíkneski, Katrínarlíkneski, Jóhannesar – og Tómasar postula líkneski og Ólafs konugs helga líkneski, með alabastrum. Eignir sem hafa varðveist frá kaþólskri tíð kirkjunnar eru kaleikar sem taldir eru frá því um 1200 og eru geymdir í Þjóðminjasafninu. Klaustrið var lagt niður á Reynistað tveim árum eftir siðaskiptin eða 1552 og þá átti það um 50 jarðir sem

Myndasafn

Í grennd

Beinabrekka, Beinahóll
Þessi örnefni vísa til grasbrekku hraunborgar í Kjalhrauni. Þessi staður er skammt norðaustan undir Kjalfelli. Enn þá finnst þar talsvert af beinum h…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )