Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykholt í Reykholtsdal

Reykholtskirkjur


Reykholt
Ferðavísir

Húsafell 25 km.Borgarnes 37 um Hvítársíðu, Bifröst 26 km,<Reykholt> Þingvellir 90 km um Kaldadal Þingvellir.

Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund og fræðimann Íslands, en Snorri bjó þar á árunum 1206-1241. Reykholt var skólasetur áratugum saman og þykir merkur kirkjustaður. Náttúrufegurð er þar mikil og jarðhiti er víða í Reykholtsdal, enda er dalurinn talinn stærsta lághitasvæða landsins. Margt er að skoða í Reykholti, þ.á.m. hina fornu Snorralaug, en frá henni liggja jarðgöng til bæjar, og Snorrastofa, sem ætlað er að kynna verk Snorra Sturlusonar. Fornleifarannsóknir hafa verið stundaðar á staðnum, síðast 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003 og margt merkilegt komið í ljós.

Í nágrenni Reykholts er Deildartunguhver, sem talinn er einn vatnsmesti hver í heimi. Tiltölulega stutt er að aka frá Reykholti til Húsafells og í Húsafellsskóg. Á þeirri leið eru Hraunfossar og Barnafoss, sem þykja einstök náttúrsmíð. Í Reykholti er þjónusta og upplýsingar um sögu staðarins.

 

Myndasafn

Í grennd

Deildartunguhver
Deildartunguhver er líklega vatnsmesti hver jarðar. Vatnsmagnið er u.þ.b. 180 l/sek. af 98°C heitu vatni, alls 40% alls heits vatns, sem kemur náttúru…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Hraunfossar
Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvítá. …
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Húsafellskirkja
Húsafellskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Bygging hennar hófst fyrir miðja  20. öldina og hún var vígð 1973. Ásgrímur …
Reykholtskirkja
Reykholtskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Elzta skinnhandrit, sem til er hérlendis, er máldagi Reykholtskirkju frá síð…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )