Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Raufarhöfn

Raufarhöfn

Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífsins og á síldarárunum var Raufarhöfn einn helzti löndunar- og síldarvinnslustaður landsins og stærsta útflutningshöfnin fyrir síld. Melrakkaslétta er nyrzt allra staða á Íslandi, nær miðnætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og víða eru góðar aðstæður til fuglaskoðunar, sérstaklega með ströndinni norður af Raufarhöfn. Áætlað er að yfir 20 þúsund norrænir vaðfuglar noti Melrakkasléttu sem viðkomustað á leið til varpstöðva sinna.

Eyða má mörgum dögum á Raufarhöfn og í nágrenni til gönguferða, í veiði og skoðunarferða almennt.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 630 km um Hvalfjarðargöng.

Myndasafn

Í grennd

Búrfellsheiði
Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á heiðinni miðri. Vestan hennar er Laufskálafj…
Heimskautsgerðið
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þa…
Heimskautsrefurinn
Heimskautsrefurinn eða fjallarefurinn er einn af tuttugu tegundum refa í heiminum og býr nyrzt þeirra  allra. Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir o…
Hraunhafnartangi
Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu er næstnyrzti tangi landsins (66°32"3'N) 3 km sunnan   heimskautsbaugs. Vitinn, sem stóð á Rifstanga (nyrzta tanga l…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Síldín kom og síldin Fór, Síldarleitin!!!
"Síldin kemur og síldin fer" Svipull er sjávarafli - góð og slæm síldarsumur skiptust á þótt hin góðu hafi verið tíðari. Eftir lélega síldveiði á áru…
Svalbarð
Svalbarð var stórbýli en er nú kirkjustaður og fyrrum þingstaður Svalbarðshrepps í Þistilfirði. Skammt   norðan Svalbarðs fellur Svalbarðsá, góð laxve…
Tjaldstæðið Raufarhöfn
Melrakkaslétta er nyrzt allra staða á Íslandi, nær miðnætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )