Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru rúmlega 80 áður en farið var að spilla þeim með efnistöku undanfarna áratugi. Mest var ásóknin í þá á seinni stríðsárunum, þegar mikið var byggt, s.s. Reykjavíkurflugvöllur, en þar mun að finna mestan hluta þess efnis, sem tekið var í Rauðhólum.
Samkvæmt heimildum voru upplýsingar um varnir Íslands sem breska seturliðið hafði komið fyrir í Rauðholum.
Næstu ár og áratugi var efni úr hólunum notað í ofaníburð í götur í borginni og húsgrunna. Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og árið 1974 var Rauðhólasvæðið gert að fólkvangi. Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný.
Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarið 1986 var starfrækt útileikhús í Rauðhólum, þar sem brot úr Njálssögu voru sett á svið.
Gönguleið er upp Eysteinsdalinn í átt að bílastæði, þar sem er skilti á hægri hönd er vísar Rauðhólinn. Leiðin er stikuð og fer í hring svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að feta þessa leið.