Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rauðhólar

Leitahraun

Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru rúmlega 80 áður en farið var að spilla þeim með efnistöku undanfarna áratugi. Mest var ásóknin í þá á seinni stríðsárunum, þegar mikið var byggt, s.s. Reykjavíkurflugvöllur, en þar mun að finna mestan hluta þess efnis, sem tekið var í Rauðhólum.
Samkvæmt heimildum voru upplýsingar um varnir Íslands sem breska seturliðið hafði komið fyrir  í Rauðholum.

Næstu ár og áratugi var efni úr hólunum notað í ofaníburð í götur í borginni og húsgrunna. Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og árið 1974 var Rauðhólasvæðið gert að fólkvangi. Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný.

Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarið 1986 var starfrækt útileikhús í Rauðhólum, þar sem brot úr Njálssögu voru sett á svið.

Gönguleið er upp Eysteinsdalinn í átt að bílastæði, þar sem er skilti á hægri hönd er vísar Rauðhólinn. Leiðin er stikuð og fer í hring svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að feta þessa leið.

Myndasafn

Í grennd

Elliðakot
1942 brann bærinn Elliðakot sem er skammt frá Gunnarsholma  til kaldra kola. Nær því engu af húsmunum og fatnaði var bjargað úr eldinum. Útihúsin tóks…
Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Gvendarbrunnar
Uppsprettulindir í landi Hólms undan Hólmshrauni, skammt frá Helluvatni, sem er hluti af Elliðavatni.   Neyzluvatn tekið frá stofnun vatnsveitu 1909 (…
Hólmsá
Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan Geirlands,  afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gun…
Leitahraun
Leitahraun er samnefni hrauna frá ýmsum tímum, sem ganga líka undir öðrum nöfnum, s.s. Hólmsárhraun eða Elliðaárhraun, austan Reykjavíkur. Leitarhraun…
Reykjavíkurflugvöllur
Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að  aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Honum l…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )