Ófæra. Nyrðri- og Syðri-Ófæra falla báðar í Skaftá úr Eldgjá. Hin nyrðri kemur upp í Blautulónum, norðan undan Skælingum. Fyrst rennur hún um breiðar leirur og svo ofan í Eldgjá í tveimur fallegum fossum. Svo liggur leið hennar suður Elgjá og út um skarð til Skaftár. Hin syðri á upptök sín í Ófærudal austan Torfajökuls. Út úr Eldgjá fellur hún í miklu gili, Hánípugili, með fögrum fossi niður á Hánípufit og í Skaftá. Þessar ár verða ekki vatnsmiklar nema í miklum leysingum og vatnavöxtum.