Ófæra. Nyrðri- og Syðri-Ófæra falla báðar í Skaftá úr Eldgjá. Hin nyrðri kemur upp í Blautulónum,
norðan undan Skælingum. Fyrst rennur hún um breiðar leirur og svo ofan í Eldgjá í tveimur fallegum fossum. Svo liggur leið hennar suður Elgjá og út um skarð til Skaftár. Hin syðri á upptök sín í Ófærudal austan Torfajökuls. Út úr Eldgjá fellur hún í miklu gili, Hánípugili, með fögrum fossi niður á Hánípufit og í Skaftá. Þessar ár verða ekki vatnsmiklar nema í miklum leysingum og vatnavöxtum.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: