Á vatnasvæði Lýsu í Staðarsveit eru eftirtalin aðalvötn: Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og Vatnsholtsá. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og ekki eru leyfðar fleiri stengur en 8 á dag. Veiðitímabilin eru tvö: 1. apríl til 30. júní (eingöngu silungur) og 1. júlí til 20. sept. (silungur og lax).
Á fyrra tímabilinu veiðist urriði og bleikja og á hinu síðara lax í viðbót. Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin er misjöfn. Laxinn er yfirleitt smálax en allt að 19 punda fiskar hafa veiðst og silungurinn er frá 400 gr -2 pund. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Vegalengd frá Reykjavík er um 190 km um Hvalfjarðargöng og 95 km frá Borgarnesi.