Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolkuós

Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.

Húsin, sem enn standa á staðnum og ætlunin er að gera upp, eru íbúðarhús frá 1903 og sláturhús frá   1913. Þarna eru margar minjar, bæði í sjó og á landi, sem áætlað var að rannsaka á fyrri hluta 21. aldar. Einnig er áætlað að kanna gildi verzlunarstaðarins fyrir samfélagið og efnahagslífið á fyrri öldum. Til þess að gera þennan draum að veruleika var sjálfseignarstofnun sett á laggirnar og markmið hennar er einnig að vekja athygli á verzlunarsögu Kolkuóss og hefja þar hrossarækt á ný. Í stjórn félagsins eru Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla. Leitað verður stuðnings margra við verkefnið og síðan stofnað sérstakt vinafélag Kolkuóss.

Myndasafn

Í grennd

Hindisvík á Vatnsnesi
Hindisvík er nyrzti bær og fyrrum prestsetur á Vatnsnesi. Þetta eyðibýli stendur undir sléttu klettaþili á  sléttu túni við samnefnda vík. Úti fyrir s…
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hringvegurinn á 6-10 dögum
Á eigin vegum hringvegurinn á 6-10 dögum. Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á ba…
Íslenski hesturinn
Íslenski hesturinn er að mestu kominn frá Vestur-Noregi og líklega Norður-Bretlandi og Hebrideseyjum. Allir, sem lögðu leið sína til Íslands til landn…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )