Kistufell er 1444 m hátt móbergsfjall við miðjan Dyngjujökul.
Árið 1950 brotlenti skymasterflugvélin Geysir á Bárðarbungu og mannbjörg varð. Björgunarsveitir frá Akureyri héldu upp á jökulinn frá Kistufelli og náðu áhöfninn niður á sama stað. Núna stendur þar skáli í einkaeign. Gæsavatnaleið liggur rétt norðan hans.